toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Pseudotropheus estherae

Red Zebra
Pseudotropheus estherae (Maylandia estherae)

Stærð: 10 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er hvítguleitur með gulari blettum í uggum. Hrygnan getur verið alveg eins en með rúnnaðri ugga. Fleiri litarafbrigði til td. Marmalade Cat (mið mynd) eða Red red (neðsta mynd). Eru ekki með þverböndum eins og almennar sebra siklíður.

Um fiskinn: Þessi siklíða eignar sér yfirráðasvæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr.  Stórt búr með mörgum steinum og felustöðum er best svo til að umhverfið líkist náttúrulegu heimili fisksins. Finnst við meðfram strönd Mósambík.

Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar af mbúnuætt og fjölkvænisfiskar. Hrygnur og seiði þurfa að geta leitað  skjóls í hellum og holum.

Búrstærð: 250 l

Hitastig:  26-28°C

Sýrustig (pH): 7,5-8,2

Harka (gH): 15

Fóður: Dafnía, fullvaxinn artemía, grænfóður.

Maylandia estherae Minos reef
Maylandia estherae MC
maylandia_estherae_red red
botn