|
Rainbow Lory Trichoglossus haematodus
Lýsing: Að mestu grænn á lit en enni, kinnar og haka eru blá. Svartleitari aftan á höfði. Á ofanverðri bringunni er kragi í rauðum og svörtum sebralit. Kviðurinn er dökkgrænn, læri og stélfjaðrir að neðan eru gular með grænum flekkjum. Innri vængfjaðrir eru rauðar undir en ytri flugfjaðrir gular og fjaðurendar svartir. Grár hringur er um augun, goggurinn appelsínurauður og fætur gráir. Mjög mörg litar- afbrigði eru til.
Lengd: 26 cm.
Lífslíkur: 30-35 ár.
Um kynin: Kynin eru eins útlítandi og þarf DNA-próf til að greina kynið.
Uppruni: Molokkaeyjar í Indónesíu.
Um fuglinn: Regnboga lory er harðger, athafnasamur og forvitinn. Hann getur orðið mjög hávær þegar hann er æstur. Ætti aðeins að vera geymdur einn eða með öðrum af sinni tegund og þá í stóru búri. Getur verið árásargjarn gagnvart öðrum tegundum.
Hávaðasemi: Frekar hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti. Þarf einnig að fá blómasafa (nektar) og mikið af hreinum ávaxtasafa. Étur stundum fuglakorn og eggjafóður með. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Frekar algengur.
Verð: Ótamdir 120.000 kr. Handmataður 180.000 kr.
|
|