toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Red-fronted Kakariki

Red-fronted Kakariki
Cyanoramphus novaezlandiae

Lýsing: Kakaríkinn er fallega grænn á litinn, en það koma þó stundum fram önnur litbrigði. Rauðbrýndi kakaríkinn þekkist á eldrauðum kolli og enni, og frá augunum er rauð rák. Vængirnir eru fljólubláir. Önnur litbrigði eru gulbrýndi kakaríkinn sem hefur gulan koll, auk þess sem hafa fundist gulir kakaríkar með rauðan koll og rauðir, jafnvel bláir fuglar. Rauðbrýndi kakaríkinn skiptist í átta undirtegundir og er stærri en sá gulbrýndi sem skiptist aðeins í tvær.

Lengd: 28 cm.

Lífslíkur: 16 ár.

Um kynin: Kvenfuglarnir eru minni en karlfuglarnir og hafa auk þess mjórra höfuð og gogg.  Ungfuglar eru með daufari lit en fullorðnir.

Uppruni: Nýja-Sjáland

Um fuglinn: Þessir fuglar eru afar fjörmiklir og eru hreyfingar þeirra kvikar. Þeir naga ekki mikið, en eru oft á búrbotninum að grafa og ætti undirlagið því að vera sandur, mold eða viðarkurl. Það hentar ekki að hafa tvo karlfugla saman þar sem þeir munu berjast harkalega. Þetta eru athafnasamir og vinalegir páfa- gaukar sem eru iðullega óhræddir við mannfólkið.

Hávaðasemi:  Miðlungshávær, blaðrar á meðan hann étur.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.

Staða í dag: CITIES I. Í útrýmingarhættu.

Verð: Ótaminn 18.900 kr, handmataður 32.000 kr;
lútínó/skjóttir 32.000 kr, handmataðir 45.000 kr.

Kakariki3

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

botn