|
Ring-necked Parakeet Psittacula krameri
Lýsing: Algengasta litarafbrigðið er grænt, með gul- grænan lit á andliti og undir vængjum. Hnakki og aftan á höfði er í fölbláum lit. Efri hluti mið- stélfjaðranna er blár með grængulum endum. Undirstélfjaðrirnar eru ólivíugrænar. Goggurinn er rauður með svörtum lit á endanum og fæturnir eru grágrænir. Er til í ýmsum litarafbrigðum - gulur, blár og grár.
Lengd: 40 cm (langt stél).
Lífslíkur: Allt að 50 ár.
Um kynin: Karlfuglar fá hring um hálsinn við fyrstu fjaðurskipti. Getur reyndar komið seinna (við önnur eða þriðju fjaðurskipti).
Uppruni: Indlandi.
Um fuglinn: Handmataðir hringhálsar eru skemmtileg gæludýr, leikglaðir og hafa jafnvel skopskyn. Þessir fuglar eru þekktir fyrir að skemmta sjálfum sér og eru áhugasamir og athafnasamir. Ekki feimnir við gesti og velja sér sjaldnast einn uppáhalds fjölskyldumeðlim.
Hávaðasemi: Frekar hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Algengur.
Verð: Ótaminn 30.000-75.000 eftir lit. Handmataður 55.000-125.000 eftir lit.
|
|