toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Ringnecked Parakeets (hringpáfar)

UNDIRSÍÐUR

Í hringpáfaættkvíslinni (Psittacula) eru 15 tegundir og fjölmörg afbrigði. Heimkynni þeirra eru frá Vestur-Afríku austur til Kína og á eyjum Indlandshafs. Þeir spanna frá 30 cm á lengd upp í 62 cm. Þetta eru fagrir og litmiklir skaftpáfar og er langt stélið einkennandi fyrir ættkvíslina. Nokkrar tegundir eru algengar í heimahúsum og geta verið miklir og góðir félagar mannsins. Í þeim hópi eru hinir fallegu hringhálsar og alexandríupáfar. Þeir eru húsbóndahollir og ákveðnir. Það er heilmikil skuldbinding að eiga þessa páfagauka á og þeir þurfa heilmikla athygli og aga. Sumir geta orðið upp undir 50 ára gamlir. Þeir eru flestir þægilegir í meðförum, auðveldir í fóðrun, leikglaðir og félagslyndir. Þeir þurfa gott aðhald til að þeir verði ekki frekir og bitgjarnir. Margar tegundir geta lært að tala einhver orð og hlýða einfaldar skipanir.

 Alexandrine Parakeet
 
Ring-necked Parakeet

Psittacula cyanocephala Psittacula krameri3
Psittacula_derbiana
ringneck
botn