toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Rummy Nose Tetra

Rummy Nose Tetra (Firehead Tetra)
Paracheirodon axelrodi

Stærð: 3,6 cm.

Kynin: Karlfiskurinn er kraftlegar vaxinn, hrygnan feitlagnari.

Um fiskinn: Rauðhöfða tetran er friðsöm og hlédræg, einkum ef fáir fiskar eru í torfunni. Lyndir vel við aðra rólega fiska og er oft í torfu með kardínálatetrum og neóntetrum. Ekki er ráðið að setja þær í nýuppsett búr, og þarf að passa upp á vatnsgæðin. Best að hafa þær í 8-10 fiska torfum og ekki með grimmum eða frekum fiskum.

Uppruni: S-Ameríka: vatnasvæði Negro og Meta-fljóts í Beasilíu og Kólombíu.

Æxlun: Rauðhöfða tetran stráir eggjum og er erfitt að fá undan henni í heimabúri, en þó hægt ef notast er við mó í botninn og mikinn gróður. Hrognin klekjast út á 24-36 tímum og seiðin eru frísyndandi eftir 3-4 daga. Fjarlægja þarf foreldrana strax eftir hrygningu.

Búrstærð: 80 l

Hitastig:  23-26°C

Sýrustig (pH): 5-6

Harka (gH): 5-12

Fóður: Þurrfóður, blóðormar.

Verð: 650 kr.

Hemigrammus_bleheri
rummy nose
rummy nose2
botn