|
Þrjár ættkvíslir tilheyra undirættinni Siphonogorgiinae.
Kórallar af Siphonogorgia ættkvíslinni eru mjög fíngerðir og oft kallaðir kínakórallar, enda grannvaxnir og brothættir.
Kórallar af þessari ætt eru fáséðar og sennilega allar svifætur og því mjög erfiðar viðureignar í heimabúrum og eingöngu fyrir mjög reynda og færa búraeigendur. Kórallarnir líkjast gorgóníur í útliti og mynda oft fallega, litmikla og viðkvæma blævængi. Greinarnar eru stífar, rauðleitar og holsepuknippin hvít eða gul.
|
|