toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Sun Conure

Sun Conure (Yellow Conure/Sun Parakeet)
Aratinga solstitialis

Lýsing: Almenn litur gulur; enni, hliðar höfuðs, kviður og neðra bak með mismiklum appelsínugulum blæ; undirstélsblöðkur grænar með áberandi gulum blæ; efrihlið mið- og aðalvængblaðka og undirstélsblöðkur grænar með gulum endum; ytri hluti aðalvængblaðka blár; aðalvængfjaðrir grænar með bláum endum; aukavængfjaðrir grænar; efrihlið stél- og vængfjaðra svartleit; augnhringur hvítleitur; augu dökkbrún; goggur svartleitur; fætur gráir.

Óþroskaðir fuglar eins og fullorðnir en aðeins höfuð og vængbeygja gul með grænar fjaðrir á víð og dreif; háls, bringa og kviður olivíugulur-olivíurauðuleitur; bak og vængblöðkur grænar; fjaðrirnar eru stundum með gulleitum blæ; augu dökk.

Lengd: 30 cm.

Lífslíkur: 30-40 ár.

Um kynin: Litill munur á kynjum. DNA-greiningar þörf.

Uppruni: Norðausturhluti Brasilíu í Roraima-, Norður-Amazonas-, Para- og hugsanlega einnig Amapa-héraði; Gvæjana, Súrínam; Franska-Gvæjana og suðaustasti hluti Venesúelu.

Um fuglinn: Getur verið hávær á morgnana og seinnipartinn, en einnig ef hann verður hræddur. Hann er harðger og ekki erfitt að ala. Hann er líflegur, forvitinn og ekki feiminn. Hann nagar mikið, og ætti að útvega honum nóg af greinum. Þykir gaman að baða sig. Hægt er að hafa hann með öðrum fuglum af haukpáfaætt utan fengitíma ef pláss er nægilega mikið.

Hávaðasemi: Í meðallagi en getur verið hávær.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES II. Óalgengur.

Verð: Ótaminn 45.000 kr. Handmataður 80.000 kr.

aratinga-auricapilla-solstitialis

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

Umsagnir fuglaeigenda

botn