|
Thick-lipped Gourami Colisa labiosus
Stærð: 9 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er stærri og spengilegri en kerlan og mun litmeiri. Hann er rauðbrúnn að framan með rák fyrir ofan vörina þ.a. hún virðist þykkari. Rauðleit þverbönd teygja sig aftur eftir öllum búknum. Kerlan er daufari í litum. Nokkur litarafbrigði til ss. Honey, Red Robin (neðri mynd).
Um fiskinn: Falleg og vinsæl gúramítegund, einkum Robin Red afbrigðið. Hængurinn er sífellt að gera sig til við hrygnuna og býr oft til flothreiður til að hrygna í. Hann getur verið nokkuð aðgangsharður við hana og stundum við aðra fiska sem þvælast fyrir. Hentar ágætlega stakur eða í pörum. Gengur með flestum, tetrum og mörgum minni börbum, en síður með nörturum. Góður samfélagsfiskur sem hentar vel fyrir byrjendur. Harðgerður og sýnilegur en þarf hreint vatn.
Uppruni: Asía: suðurhluti Mýanmar.
Æxlun: Hængurinn býr til flothreiður utan um fljótandi gróðurleifar. Hann lokkar síðan hrygnuna til sín og stingur eggjunum upp í hreiðrið eftir hrygningu. Síðan rekur hann hrygnuna burt og gætir hreiðursins. Hrognin klekjast út á rúmum sólarhring við 27-28°C hita. Seiðin eru agnarsmá og hanga í yfirborðinu meðan þau nærast á kviðpokanum. Lækka þarf vatnsborðið niður í 10-15 cm til að þau drukkni ekki. Best er síðan að fjarlægja hænginn. Seiðin nærast fyrst á harðsoðinni eggjarauðu en síðan á dafníu og artemíu. Þau eru frísyndandi u.þ.b. viku frá klaki.
Búrstærð: 100 l
Hitastig: 24-28°C
Sýrustig (pH): 6-8
Harka (gH): 5-19
Fóður: Þurrfóður, blóðormar og hvers kyns smáormar.
Verð: Thick-lipped: 990 kr; Red Robin: 990 kr; Honey: 790 kr.
|
|