|
Three-spot Gourami Trichogaster trichopterus
Stærð: 15 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er stærri og spengilegri en kerlan og mun litmeiri. Hængurinn er yfirleit bláleitur með’ þrem svörtum blettum og með oddmjórri bak- og kviðugga en hrygnan. Hrygnan er feitlagnari (mið myndir). Mörg litarafbrigði eru til svo sem: Gold (neðst), Moonlight (til hægri mið mynd), Three-spot (til vinstri mið mynd), Blue, Cosby (efsta mynd), Snakeskin.
Um fiskinn: Algeng og vinsæl gúramítegund. Hængurinn er sífellt að gera sig til við hrygnuna og býr oft til flothreiður til að hrygna í. Hann getur verið nokkuð aðgangsharður við hrygnuna og oft sökum stærðar við aðra fiska sem þvælast fyrir. Hentar ágætlega stakur eða í pörum. Gengur með flestum, tetrum og mörgum minni börbum, en síður með nörturum. Ágætur samfélagsfiskur sem hentar vel fyrir byrjendur. Harðgerður og sýnilegur.
Uppruni: Asía: vatnasvæði Mekong í Laos, Yunnan, Tælandi, Kambódíu og Víet Nam; Suðaustur -Asía.
Æxlun: Hængurinn býr til flothreiður utan um fljótandi gróðurleifar. Hann lokkar síðan hrygnuna til sín og stingur eggjunum upp í hreiðrið eftir hrygningu. Síðan rekur hann hrygnuna burt og gætir hreiðursins. Hrognin klekjast út á rúmum sólarhring við 27-28°C hita. Seiðin eru agnarsmá og hanga í yfirborðinu meðan þau nærast á kviðpokanum. Lækka þarf vatnsborðið niður í 10-15 cm til að þau drukkni ekki. Best er síðan að fjarlægja hænginn. Seiðin nærast fyrst á harðsoðinni eggjarauðu en síðan á dafníu og artemíu. Þau eru frísyndandi u.þ.b. viku frá klaki.
Búrstærð: 200 l
Hitastig: 22-28°C
Sýrustig (pH): 6-8
Harka (gH): 5-19
Fóður: Þurrfóður, blóðormar og hvers kyns smáormar.
Verð: sama verð á öllum afbrigðum: 850 kr.
|
|