toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FERSKVATN

ANNAÐ

Ticto Barb

Ticto Barb (Odessa Barb)
Puntius ticto

Stærð: 10 cm (oftast 5 cm).

Kynin: Hængurinn er mjórri og skærlitaðri en hrygnan (neðsta mynd). Mjög fallegur fiskur.

Um fiskinn: Ódessabarbnum líður best í torfum og syndir um í miðju búrinu. Hann skiptir sér iðulega ekki af öðrum fiskum í búrinu. Ef hann er rétt fóðraður njóta litirnir sín til fulls. Honum líður best í miklum gróðri og skartar sínu fegursta á dökkum bakgrunni.

Æxlun: Hrygnir í hefðbundum barbastíl og dreifir hundruðum hrogna innan um gróður. Hrognin klekjast fljótlega út og eru þá étin ef ekki er að gáð og þau fjarlægð.

Uppruni: Asía: Pakístan, Indland, Nepal, Srí Lanka, Banglades, Mýanmar og Tæland. Finnst í efri hluta Mekong, Salween, Irrawaddy, Meklong og vatnasvæði efri hluta Chao Phraya.

Búrstærð: 80 l

Hitastig:  14-22°C

Sýrustig (pH): 6,5-7

Harka (gH): 3

Fóður: Þurrfóður.

Verð: 480 kr.

Puntius ticto
ticto
ticto2
botn