toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Umsagnir - Hahn´s Macaw

zara skrifar: Ég er 14 ára stelpa og á hansara (hahn's macaw). Ég er ekki viss hvað hún/hann sé gömul en Tjörvi sagði að hún væri innan við eins árs.
Ég er búin að eiga hana í 1 mánuð og hún er alveg hætt að vera hrædd við mig og vill helst ekkert vera inní búrinu.
Ég er ekki búin að fá nema 1 eða 2 bit og það ekki föst, samt er ég alltaf að klappa henni og kyssa, taka í gogginn og vængina fæ meira að segja stundum að klappa henni undir vængjunum og samt er hún ekki handmötuð.
Hún kann að fara í hring, lærði það á bara þremur dögum.
Hún er ekki hávær en er með mjög háa rödd sem hún sem betur fer notar ekki nema nokkru sinnum í viku, hún gerir sona gurr-hljóð og brakar í goggnum þegar henni líður vel.
Hún er soldið forvitin karakter en samt soldið róleg, hún ELSKAR vínber og epli, og borðar líka perur en lítur ekki við grænmeti.
http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?p=213357&highlight=#213357

Svandís Ragna skrifar: Ég er 18 ára stelpa, og á Hahn´s Macaw, eða eins og kallaðir eru á íslensku Dvergarar eða Hansarar. Fuglinn minn heitir Kaos og er um 2-3 ára aldur. Hann er ekki handmataður, en er handtaminn. Ég fékk Kaos daginn fyrir afmælið mitt, eða 10 febrúar 2004, gaf mér hann í afmælisgjöf sjálf. En ég er þá búin að eiga hann í 10 mánuði.
Fyrsta daginn var ég mjög hrædd við Kaos, notaði spýtuprik til að taka hann upp og var með húfu á höfðinu ef hann fór þangað. En strax daginn eftir ég fékk hann, þá var hann góður sem lamb, og vildi alveg vera hjá mér, og fljótt var hann farin að leyfa mér að koma við sig.
Sá aðalgalli sem ég sé við þessa tegund er hávaðinn, en þeir öskra mjög mikið. Annars tek ég ekki eftir öðrum stórum göllum, kannski smá frekja í þeim, og mikill bitkraftur.
Kostir eru hinsvegar að þeir eru fjörugir, forvitnir, skemmtilegir og umfram allt, auðtamdir fuglar. Þeir eru mjög leikglaðir, en minn elskar dótið sitt, og allavega spegla.
Annað æðislegt við þessa fugla, er hversu góðir þeir eru við hvorn annan, þeir þrífa, kyssa og knúsa hvorn annan í hvert skipti sem þeir hittast. En annars eru þeir lítt hrifnir af öðrum tegundum, og hvað þá að knúsa þá.
http://www.tjorvar.is/spjall/viewtopic.php?t=19848&highlight=kaos

botn