|
Chattering Lory Lorius garrulus garrulus
Lýsing: Masandi lórí er af hunangspáfaætt. Hann er skærrauður á lit, axlir dekkri og gulur flekkur á baki. Læri og vængir eru grænir. Vængbeygjan og undir vængjum er gult. Stélfjaðir eru rauðar með grænum endum, fætur gráir og nefið er appelsínurautt. Á tungubroddinum eru fíngerð hár til að ná frjókornum úr blómum.
Lengd: 30 cm.
Lífslíkur: 30-35 ár.
Um kynin: Kvenfuglarnir eru alveg eins og karl- fuglarnir. Kyngreining með DNA-prófi.
Uppruni: Molokkaeyjar í Indónesíu.
Um fuglinn: Masandi lórí er athafnasamur og leikglaður, forvitinn og skemmtilegur. Hann þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og elskar að fara í bað. Hann getur verið árásargjarn og ræðst stundum jafnvel á eiganda sinn. Hann getur lært að tala.
Hávaðasemi: Hávaðasamur.
Fóðrun: Fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti. Þarf einnig að fá blómasafa (nektar) og mikið af hreinum ávaxtasafa. Étur stundum fuglakorn og eggjafóður með. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Frekar algengur.
Verð: Ótamdir 100.000 kr. Handmataður 150.000 kr.
|
|