toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Cuban Conure

Cuban Conure
Aratinga euops

Lýsing: Grænn að mestu; bringa og kviður meira gulgrænn; rauðar fjaðrir á víð og dreif á höfði, hnakka og bringu, mismikið eftir fuglum; dreifðar rauðar fjaðrir í vængbeygju og mjöðmum; vængbrún og minni undirvængblöðkur rauðar; stærri undirvængblöðkur og undirhlið flug- og stélfjaðra olivíugul; augnhringur hvítur; augu gul; fætur brúngráir; goggur ljós.

Óþroskaðir fuglar eins og fullorðnir en minna af dreifðum, rauðum fjöðrum; minna rautt í undirvængblöðkum; vængbrún gulleit; augu dökkbrún; byrja að fá fullorðinsham um 4ra mánaða aldur.

Lengd: 26 cm.

Lífslíkur: 20-30 ár.

Um kynin: Litill munur á kynjum. DNA-greiningar þörf.

Uppruni: Kúba og áður á eynni Pines, en útdauður þar.

Um fuglinn: Hljóðlátur og rólegur fugl. Sjaldan hávær og þá oftast ef honum bregður. Verður fljótt hændur eiganda sínum. Forvitinn og harðgerður eftir aðlögun. Hefur unun af að baða sig. Ekki mikill nagari miðað við margar skyldar tegundir. Þarf samt nóg af ferskum greinum. Má halda í búri með öðrum smærri Aratinga haukpáfum utan varptíma.

Hávaðasemi: Frekar hljóðlátur.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES I. Sjaldgæfur vegna skógarhöggs og ofveiða. Finnst núna eingöngu í skóglendi hátt til fjalla á Kúbu.

cuban

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

botn