|
Cuban Macaw Ara tricolor
Lýsing: Dauf rauðbrúnn; eyrnafjaðrir og háls rauð- appelsínugulur; hvirfill með gulleitum blæ sem verður appelsínugulari aftur á hnakka; efra bak grænleitt; minni vængblöðkur brúnar með rauðri brún; neðra bak blátt; ytri hluti aðalvængblaðka og aðalflugfjaðra dökkblár; undirvængblöðkur rauðar; efri hluti stéls brúnrauður með bláum endum; undirhlið stéls og flugfjaðra brúnrauðar; goggur svartleitur með ljósari enda; bersvæði kinna hvítleitt; augu gul; fætur brúnleitir.
Lengd: 50 cm.
Lífslíkur: 40-50 ár.
Um kynin: Lítill útlitsmunur. Karlar ögn stærri.
Uppruni: Kúba, sennilega einnig eyjan Isla de Pinos.
Um fuglinn: Lítið vitað um hann, enda útdauður síðan árið 1864 þegar fugl var skotinn á Suður-Kúbu.
Hávaðasemi: Í meðallagi hávær.
Staða í dag: Útdauður síðan 1864. Skógarhögg og ofveiði manna. Fellibyljir áttu líka sinn hlut að máli.
|
|