|
Fischer’s Lovebird Agapornis fischeri
Lýsing: Búkurinn er aðallega grænn, dökkur að ofan og ljós undir. Enni, andlit og háls eru appel- sínurauðleit og bringan gulleitt. Stélið er grænt og gúmpurinn blár. Goggurinn er eldrauður og stór hvítur hringur um augun. Fætur eru blágráir. Mörg litarafbrigði til - sum sjaldgæf.
Lengd: 14 cm.
Lífslíkur: 15-30 ár.
Um kynin: Kynin eru mjög lík en í heildina hefur karlfuglinn flatara höfuð en kvenfuglinn.
Uppruni: Tansanía.
Um fuglinn: Þetta eru ástúðlegir fuglar og mjög athafnasamir, naga mikið og þola illa aðrar fuglategundir í kringum sig.
Hávaðasemi: Miðlungshávær, getur flautað hátt.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Frekar algengur.
Verð: Ótamdir 13.900 kr. Handmataður frá 18.000 kr.
|
|