|
Fálkapáfi Hawk-headed parrot Deroptyus accipitrinus
Lýsing: Vængirnir og lærin eru dökkgræn, séð neðanfrá eru vængirnir, bakið og stélið svört en að ofan er stélið þó grænt með bláum endum. Fjaðrirnar á búknum eru dökkrauðar með bláum endum. Ennið og kollurinn eru fölhvít, goggurinn er grásvartur, fæturnir bleikgráir og liturinn í augunum er gulur. Aðaleinkenni Fálkapáfans eru hnakkafjaðrirnar sem eru lengri en venjulega á páfagaukum, og getur hann lyft þeim upp að vild. Lengd: 35 cm.
Lífslíkur: 30 - 50 ár
Kynin: Eru afar svipuð í útliti.
Uppruni: Suður-Ameríka, Amasónsvæðið
Um fuglinn: Ef að Fálkapáfanum finnst honum ógnað lyftast hnakkafjaðrirnar og mynda kraga. Hann er félagslyndur en getur verið árásargjarn, óútreiknanlegur og á til að verja yfirráðasvæði sitt (búrið).
Hávaðasemi: Afar hátt vein (heya, heya), og á mökunartímanum lyftir karlfuglinn hnakkafjöðrunum og blístrar hátt.
Staða Í dag: Frekar algengur.
Verð: Ótaminn 250.000 kr Handmataður 350.000 kr.
|