toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Red-fronted Macaw

Red-fronted Macaw
Ara rubrogenys

Lýsing: Olívíugrænn; enni, hvirfill, eyrnafjaðrir og mjaðmir rauðar; minni vængblöðkur, vængbeygja, vængbrún og minni undirvængsblöðkur rauðappel- sínugular; ytri hluti aðalflugfjaðra og aðalvængblaðka bláir; stærri undirvængblöðkur olívíugular; efri hluti stéls olívíugrænn með bláum brúnum; undirhlið stéls olívíugul; goggur svartur; bert hvítt kinnasvæði með svarbrúnum fjaðurlínum; augu appelsínugul; fætur gráir.

Óþroskaðir fuglar aðeins með rauðappelsínugult enni og eyrnablett; minni undirvængsblöðkur fölrauð- appelsínugular; augu dökk.

Lengd: 60 cm.

Lífslíkur: 50 ár.

Um kynin: Lítill útlitsmunur. Karlar ögn stærri.

Uppruni: Suðurhluti Cochabamba, suðvesturhluti Santa Cruz, norðurhluti Potosí og norðurhuti Chuquis- aca héraðs i Miðaustur-Bólivíu.

Um fuglinn: Nýir fuglar viðkvæmir eftir flutning; feiminn í fyrstu en fljótur að hænast að eigandanum. Ræktaðir fuglar hljóðlátir og skemmtilegir. Baðar sig sjaldan. Nagar mikið og þarf mikið af greinum. Honum semur vel við minni fugla utan fengitíma og unir sér vel með fuglum af sinni tegund á fengitíma.

Hávaðasemi: Í meðallagi hávær.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.

Staða í dag: CITIES I. Í útrýmingarhættu vegna skógarhöggs og ágengni manna. Um 1.000-5.000 fuglar eftir.

Ararubri

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

botn