toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Red-spectacled Amazon

Red-spectacled Amazon
Amazona pretrei

Lýsing: Fuglinn er að mestu grænn; allar fjaðrir með áberandi svartri brún nema á vængjum; enni, nefsvæði, hvirfill, augnsvæði, neðri hluti mjaðma, vængbeygja, vængbrún, alula vænglingur og aðalvængblöðkur eru rauðar; aðalflugfjaðrir grænar með bláum endum; undirvæng- og undirstélsblöðkur grænar og einnig undirhlið vængja; efri hluti stéls grænn með gulgrænum endum og neðri helmingur ystu þriggja stélfjaðra rauður; augnhringur hvítleitur; goggur ljós; augu gulappelsínugul; fætur ljósgulgráir.

Lengd: 32 cm.

Lífslíkur: 40-50 ár.

Um kynin: Kynjamunur lítill. Kvenfugl líkist karlfugli nema hvíti liturinn á enni og fremri hluti hvirfils er minni; aðalflugblöðkur og alula-vænglingur yfirleitt grænn, á sumum kvenfuglum eru aðalvængblöðkur rauðar en aldrei alula-vænglingurinn.

Uppruni: Suðaustur Brasilía frá suðurhluta Sao Paulo héraðs til Rio Grande do Sul; Misiones hérað í Argentínu; hugsanlega einnig í suðausturhorni Paragvæ og norðurhluta Úrúgvæ.

Um fuglinn: Ákveðinn en ljúfur fugl. Mikill nagari og þarf alltaf að hafa eitthvað að naga. Þykir gaman að baða sig. Verður harðger með aldrinum.

Hávaðasemi: Frekar lágvær og rólegur fugl.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.

Staða í dag: CITIES I. Í útrýmingarhættu vegna skóg- arhöggs og veiða.

pretrei2

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

botn