|
Red-topped Amazon Amazona dufresniana rhodocorytha
Lýsing: Eins og A. d. dufresniana nema yfirleitt fölgrænni; enni, hvirfill og nefsvæði rautt; kinnar yfirleitt með gulum, bláum og bláfjólubláum fjöðrum í; eyrnafjaðrir grænar með bláum blæ; haka blá; fyrstu þrjár aukastélfjaðrir með rauðri rót; ytri stélfjaðrir með rauðum merkingum; augu brúnrauð.
Óþroskaðir fuglar með minna rautt á höfði; rauðu vængferningarnir eingöngu á fyrstu tveim aukaflugfjöðrunum; minna rautt í stéli.
Lengd: 34 cm.
Lífslíkur: 60-70 ár.
Um kynin: Útlitsmunur lítill sem enginn. DNA-greiningar þörf.
Uppruni: Miðausturhluti Brasilía.
Um fuglinn: Harðger og hress fugl. Getur verið viðkvæmur fyrir sýkingum fyrst í stað. Nagar lítið en nýtur þess að fara í bað.
Hávaðasemi: Miðlungs hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.
Staða í dag: CITIES I. Í bráðri útrýmingarhættu.
|
|