|
Í sveppasæfíflaættkvíslinni Actinodiscus er óþekktur fjöldi tegunda.
Yfirborð sveppanna getur verið slétt, hrjúft, bólótt, holótt og blúndulagað. Litirnir geta verið einleitir, skræpóttir, málmkenndir, röndóttir, munstraðir, doppóttir og svo framvegis.
Sumar tegundir geta breytt áferð sinni og lit eftir lýsingu og næringarframboði. Þeir geta brennt aðra kóralla í návígi og jafnvel hamlað vöxt þeirra úr fjarlægð.
Þessir sveppir eru harðgerir en virðast ekki dafna vel undir beinni málmhalógen lýsingu, frekar flúrlýsingu og miðlungsstraumi. Þeir verða flestir frá 5-8 cm í þvermáli og fjölga sér með klofningu.
|
|