|
Blue-fronted Amazon Amazona aestiva aestiva
Kynin: Blábrýndi amasoninn er almennt grænn; fjaðrir með svartar brúnir; litadreifing á höfði breytileg; enni blátt; hvirfill, augnsvæðið, stundum kinnar og mjaðmir gular; neðrihluti kinna og haka græn, blá eða gul; vængbeygja rauð, stundum með gular fjaðrir á víð og dreif; vængbrún gulgræn; fremri vængþökur og aðalflugfjaðrir með bláfjólubláum endum; rauður reitur á fimm ystu aukaflugfjöðrum; stél grænt með grængulum endum; aðrar stélfjaðrir rauðar í rótinni; augnhringur hvítleitur-grár; goggur dökkgrár; augu appelsínugul; fætur gráir.
Hamur óþroskaðra fugla er daufari; minna blátt og gult í höfði; litadreifing mjög breytileg, augun dökk. Til er náttúrulegt albínó (lútínó) afbrigði af blábrýnda amasónanum, en það er sárasjaldgæft. Einn slíkur ungi fæddist á Íslandi í verslun F&F vorið 2008 og er til sölu - Lutino Blue-fronted Amazon. Þá eru einnig til náttúrulega skjóttir fuglar sem eru líka sjaldgæfir - Pied Blue-fronted Amazon. Til er enn sjaldgæfara náttúrulegt litarabrigði þar sem græni liturinn víkur fyrir brúnum og guli liturinn fyrir bleikum - Mutation Blue-fronted Amazon.
Lengd: 37 cm.
Lífslíkur: 70-100 ára.
Um kynin: Kynin eru alveg eins og ekki er hægt að kyngreina nema með DNA-próf.
Uppruni: Austur-Brasilía frá Piauí suður til Ríó Grande do Sul og suðaustur Mato Grosso.
Um fuglinn: Blábrýndi amasóninn er mjög góður talfugl og mjög vinsæll meðal amasóneigenda. Hann er mjög ástúðlegur, en karlfuglinn getur orðið erfiður eftir kynþroska. Góð tamning á meðan karlfuglinn er ungur er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að hann verði of árásagjarn.
Hávaðasemi: Miðlungi hávær-hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Algengur en sums staðar í útrýmingarhættu.
Verð: Ótamdir 140.000 kr. Handmataðir 200.000 kr. Handmataðir lútínó 350.000 kr.
|
|