|
Yellow-winged Amason Amazona aestiva xanthopteryx
Lýsing: Gulvængja amasóninn svipar mjög til hins blábrýnda, nema að vængbeygjan er töluvert gulari með rauðar fjaðrir á víð og dreif.
Lengd: 37 cm.
Lífslíkur: 70-100 ár.
Um kynin: Kynin eru alveg eins og ekki er hægt að kyngreina nema með DNA-próf.
Uppruni: Suðvestur Mato Grosso í Brasilíu, N- og A-Bólivía, Paragvæ og N-Argentína.
Um fuglinn: Gulvængja amasóninn er mjög góður talfugl og álíka vinsæll meðal amasóneigenda og sá blábrýndi. Hann er mjög ástúðlegur, en karlfuglinn getur orðið erfiður eftir kynþroska. Góð tamning á meðan karlfuglinn er ungur er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að hann verði árásagjarn.
Hávaðasemi: Miðlungi hávær-hávær.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.z
Staða í dag: CITIES II. Algengur en sums staðar í útrýmingarhættu.
Verð: Ótaminn 180.000 kr. Handmataður 260.000 kr.
|
|