Í ættinni Briareidae er aðeins ein ættkvísl þ.e. Briareum og finnast kórallar úr ættinni bæði í Kyrra- og Atlantshafi.
Þeir minna á þykka fingur. Holseparnir eru inndraganlegir (dragast samt hægt inn) og standa yfirleitt úti nema eitthvað raski ró þeirra. Þeir vaxa út úr þykkri mottu sem hylur stoðgrindina.
Sumir geta orðið allt að meters langir. Flestir eru auðveldir virðureignar og nærast á ljóstillífun.
|