toppurFiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
transparent
transparent
 

FUGLAR

ANNAÐ

Crimson Rosella

Crimson Rosella
Platycercus elegans elegans

Lýsing: Almenn litur rauður; kinnar blá-fjólubláar; hnakki, bak og hluti aukaflugfjaðra svartur með breiðri rauðri brún; innri hluti miðvængblaðka svartur; vængbeygja, ytri hluti miðvængblaðka og aukavængblaðka blár; aukaflugfjaðrir; ytri hluti róta aðalflugfjaðra og undirvængblaðka blár; efri hlið miðstélfjaðra dökkblá með svartri rót og ytri stélfjaðra dökkblá með ljósri brún og fölum endum; undirhlið stéls fölblá; goggur ljós-grár; augnhringur mjór og grár; augu dökkbrún; fætur gráir.

Lengd: 36 cm.

Lífslíkur: 30-35 ár.

Um kynin: Kvenfuglinn er að jafnaði minni og efrihlið miðstélfjaðra er grænleit: goggur minni og mjórri.

Uppruni: Austur- og Suðaustur-Ástralía; finnst núna einnig á Norfolk eyju og Nýja-Sjálandi.

Um fuglinn: Glæsipáfinn er athafnasamur og hrekk- laus fugl. Hann verður harðger er hann aðlagast nýjum aðstæðum. Hann getur sjaldnast verið með öðrum fuglum. Hefur gaman af að baða sig og nagar mikið og þarf því gott framboð af greinum. Hefur einnig gaman af að krafsa í jörð og þarf því reglulega ormahreinsun.

Hávaðasemi:  Miðlungs hávær-hávær.

Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.

Staða í dag: CITIES II. Algengur.

Verð: Ótaminn 35.000 kr. Handmataður 70.000 kr.

Rosella_Crimson2202

Smelltu á myndina til að fá fleiri myndir

Undirafbrigði:
Platycercus elegans nigrescens
Platycercus elegans melanoptera

botn