|
Aðeins ein siklíða er í Cyrtocara ættinni, hin heiðbláa höfrungasiklíða eða moorí. Hún er munnklekjari, eins og flestar malavísiklíður, en flokkast ekki undir mbúnur. Hún ver svæði sitt af miklum eldmóð. Karlfiskurinn er litmeiri en kvenfiskurinn. Cyrtocara siklíður éta þörunga og smávatnadýr og verða býsna stórar. Tímgunin er hefðbundin fyrir malavísiklíður. Karlinn finnur sér hrygningarstað og grefur niður á flatan stein. Síðan lokkar hann kerluna að með miklu tilþrifum en rekur hana síðan burt að hrygningu lokinni. Meðgangan er um 3 vikur og að því loknu sleppur kerlan seiðunum og skiptir sér lítið af þeim.
|
|