FiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
Á forsíðu
 

SALTVATN

ANNAÐ

Dendronephthya

UNDIRSÍÐUR

Um 255 tegundir tilheyra ættkvíslinni Dendronephthya.

 Þetta eru með fallegustu kóröllum í heiminum og skarta síður flestra kórallabóka. En - og þetta er stórt en - þær eru viðkvæmar og dafna ekki nema í höndum færustu manna. Það kemur til af því að þær lifa eingöngu á plöntusvifi og það er erfitt að sjá þeim fyrir framboði af slíku í heimabúri.

Kórallarnir finnast í ótrúlegustu litum og holseparnir bera brodd, ekki ósvipað kaktusbroddi. Holseparnir (polyps) eru óinndraganlegir. Þessir kórallar eru gjarnan þar sem mikinn straum er að finna, yfirleitt ekki undir 5cm/sek, til að tryggja stöðugt flæði plöntusvifs til holsepanna. Þessi fóðurþörf gerir að verkum að erfitt er að halda búrvatni eins hreinu og helst þarf að vera og yfirleitt þarf að hafa próteinfleyti til að losna við úrganginn.

 Prickly Coral

a_31-22
botn