|
Við hjá Furðufuglum og fylgifiskum bjóðum upp á gott úrval af fallegum páfagaukum og skrautfiskum. Í verslunum okkar höfum við allt sem þarf til dýrahalds, búr, fóður, búnað og fylgihluti. Við leggjum sérstaka áherslu á að bjóða handfóðraða fugla og heimaræktaða fiska í versluninni í Bleikargróf. Og í verslun okkar hjá Bæjarins bestu við Tryggvagötu (Hafnarstræti 17) er úrval af hunda- og kattavörum og einnig hundsnyrtistofan Caniche. Opið alla daga!
|