|
Galah Cockatoo Eolophus roseicapillus roseicapillus
Lýsing: Almenn litur dökkbleikur; enni, hvirfill, nef- svæði og hnakki hvítbleikur; bak, vængir og stél grátt; neðri hluti kviðar; undirstélblöðkur; lendar, efri stélblöðkur og aukavængblöðkur hvítgráar; augn- hringur rósrauður; augu dökk brún; fætur gráir; goggur ljós.
Óþroskaðir fuglar með daufari fjaðrir; augu beggja kynja brún; augnhringur grár með bleiku ívafi.
Lengd: 35 cm.
Lífslíkur: 40-50 ár.
Um kynin: Kvenfugl eins og karlfugl en en augu rauð.
Uppruni: Austur-, Mið- og Norður-Ástralía; sumar eyjar; hefur verið sleppt á Tasmaníu.
Um fuglinn: Mjög harðgerður og fallegur fugl. Í hópi hljóðlátra kakadúa. Hann er ekki eins þurftafrekur og margir aðrir kakadúar. Þarf nóg að naga, enda goggurinn kröftugur. Mikilvægt að sjá honum fyrir greinum með laufblöðum á. Þarf að ormahreinsa ef hann er hafður utandyra þar eð hann er svo mikið á jörðu niðri.
Hávaðasemi: Getur heyrst í honum, einkum á morgnana.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauðsynlegt.
Staða í dag: CITIES II. Algengur og stofninn að færast í aukana.
Verð: Ótaminn 230.000 kr. Handmataður 380.000 kr.
|
|