|
Nokkrar siklíður tilheyra ættinni Iodotropheus. Þær eru munnklekjarar eins og flestar malavísiklíður og flokkast undir mbúnur. Þær verja svæði sitt af miklum eldmóð. Bæði kynin eru litmikil. Iodotropheaus siklíður éta þörunga og smávatnadýr. Tímgunin er hefðbundin fyrir malavísiklíður. Karlinn finnur sér hrygningarstað og grefur niður á flatan stein. Síðan lokkar hann kerluna að með miklum darraðardansi en rekur hana svo burt að lokinni hrygningu. Hrygnan gengur með í 3 vikur, sleppir síðan seiðunum og skiptir sér lítið af þeim.
|
|