|
Í nýheimspáfaættkvíslinni (Forpus, Nannopsittaca, Touit, Pionites, Pionopsitta, Hapalopsittaca, Graydidascalus, Pionus, Deroptyus og Triclaria) eru 39 tegundir og fjölmörg afbrigði. Heimkynni þeirra eru í Mið- og Suður-Ameríku. Þeir spanna frá 12 cm á lengd upp í 35 cm. Þetta eru fagrir fuglar, íburðamiklir og margrir mjög smáir vexti. Ýmsar tegundir henta sem gæludýr í heimahúsum og geta veitt eigendum sínum mikla ánægju. Í þeim hópi eru hinir bráðskörpu caiquar og píónusar. Það er heilmikil skuldbinding að eiga þessa páfagauka á og þeir þurfa heilmikla natni við og athygli. Sumir geta orðið 30-40 ára gamlir. Þeir eru flestir þægilegir í meðförum, auðveldir í fóðrun, leikglaðir og félagslyndir. Þeir þurfa gott aðhald til að þeir verði ekki frekir og uppivöðslusamir. Margar tegundir geta lært að tala og leika listir.
|
|