|
 |
|
Sulpurhead Hap Otopharynx lithobates
Stærð: 14 cm.
Kynin: Karlfiskurinn er litsterkari en kvenfiskurinn, fagurblár með brennisteinsgula blesu á höfði og eftir baki. Nokkur afbrigði til. Tekur stakkaskiptum í litadýrð frá því hann er ungviði (neðsta mynd)
Um fiskinn: Þessi ægifagri fiskur eignar sér yfirráða- svæði sem gerir það erfitt að setja tvo karlfiska í sama búr. Best að hafa nokkrar hrygnur á hvern hæng. Þarf stórt búr með mörgum steinum og felustöðum til að umhverfið líkist náttúrulegu heimili hans. Finnst við Mumbo, Thumbi West og East, Zimbabwe Rock, Chinyamwezi og meðfram ströndinni frá enda Domwe eyjar til Monkey Bayog, og einnig víðar í vatninu. Étur úrgang frá öðrum plöntuætum og sumum kattfiskum. Rólegir og mjög flottir fiskar sem líkjast Aulonocara ættinni.
Æxlun: Þessir fiskar eru munnalarar. Þess vegna þurfa hrygnur og seiði að fá skjól í hellum og holum. Eignast um 15-40 afkvæmi sem eru um 4mm þegar er sleppt.
Búrstærð: 400 l
Hitastig: 24-27°C
Sýrustig (pH): 8
Harka (gH): 9-19
Fóður: Dafnía, fullvaxin artemía, þurrfóður.
|
|