FiskarFuglarHundarKettirNagdýrFroskdýrÁ aðalsíðu
Á forsíðu
 

Paradísarheimt

paradisarheimt2

 

Gæludýraverslunin Furðufuglar og fylgifiskar rekur Fuglahótelið Paradísarheimt að Borgarholtsbraut 20, 200 Kópavogi. Þar er hægt að geyma fugla og smærri dýr í lengri eða skemmri tíma. Yfirleitt koma fuglarnir með eigið húsnæði til að röskunin verði sem minnst. Hótelgestir fá að hitta og heyra í öðrum fuglum og er yfirleitt mikið talað og sungið meðan á vistinni stendur. Sé þess óskað fá fuglarnir að vera lausir eða hótelstarfsmenn handleika þá. Gistigjald er mjög hóflegt og matur og drykkur er innifalinn. Nánari upplýsingar í síma 581 1191 og 699 3344. Hringja má í þessa síma í neyðartilvikum.

Kari_kul
rau_arar_x2
Brandur_ad_drekka_djus

VERÐSKRÁ:

Smáfuglar (fínkur, gárar, ástargaukar, dísur):

1 í búri: 1-7 dagar 350 kr - 8 dagar eða lengur 300 kr.
2 í búri: 1-7 dagar 400 kr - 8 dagar eða lengur 350 kr.
3 í búri: 1-7 dagar 450 kr - 8 dagar eða lengur 400 kr.

Miðfuglar (hringhálsar, rósellur, sólpáfar, dvergarar):

1 í búri: 1-7 dagar 400 kr - 8 dagar eða lengur 350 kr.
2 í búri: 1-7 dagar 450 kr - 8 dagar eða lengur 400 kr.

Stórfuglar (grápáfar, amasónar, stórir conure):

1 í búri: 1-7 dagar 450 kr - 8 dagar eða lengur 400 kr.
2 í búri: 1-7 dagar 550 kr - 8 dagar eða lengur 500 kr.

Stærstu fuglar (arar, kakadúar):

1 í búri: 1-7 dagar 550 kr - 8 dagar eða lengur 500 kr.
2 í búri: 1-7 dagar 800 kr - 8 dagar eða lengur 700 kr.

Stór nagdýr (kanínur, naggrísir) botnefni ekki innifalið:

1 í búri: 1-7 dagar 350 kr - 8 dagar eða lengur 300 kr.
2 í búri: 1-7 dagar 450 kr - 8 dagar eða lengur 400 kr.

Smá nagdýr (hamstrar, stökkmýs) botnefni ekki innifalið:

1 í búri: 1-7 dagar 300 kr - 8 dagar eða lengur 250 kr.
2 í búri: 1-7 dagar 350 kr - 8 dagar eða lengur 300 kr.

Semja má um verð fyrir lengri tímabil.

FUGLAÞJÓNUSTA F&F
Gæludýraverslunin Furðufuglar og fylgifiskar við Borgarholtsbraut býður upp á margvíslega þjónustu fyrir fugla- eigendur ss. vængsnyrtingu, goggsnyrtingu, nefhreinsun og klóaklippingu. Við getum hjálpað með blóðfjaðrir, ráðlagt um fæðuvandamál, veitt fyrstu hjálp og vísað á góða dýralækna gerist þess þörf. Verðskráin er að neðan og er goggsnyrting og klóaklipping innifalin í vængsnyrtingu. Látið fagfólk um alla snyrtingu!

VÆNGSNYRTING VERÐSKRÁ:
   Smáfuglar (gárar, ástargaukar, dísur):   500 kr
     Miðfuglar (hringhálsar, rósellur, sólpáfar, dvergarar):   750 kr
     Stórfuglar (grápáfar, amasónar, stórir conure):   1.000 kr
     Stærstu fuglar (arar, kakadúar):  2.000 kr
     Nefhreinsun:   600 kr.

botn