|
Í ættkvíslinni Pterogorgia eru minnst 15 tegundir af sæsvipum.
Þessi ættkvísl er auðþekkt á útflöttum, þríhyrningslaga greinum sínum. Holseparnir vaxa á brúnum greinanna og eru kórallarnir allgreinóttir. Flestir kórallar í þessari ættkvísl vaxa á grunnsævi þar sem gott streymi er og gott fæðuframboð.
Flestir stunda ljóstillífun og eru því frekar harðgerir og aðlögunargóður en þurfa samt töluverða natni við.
|
|