|
Um 96 tegundir tilheyra ættkvíslinni Sinularia. Þetta er ein stærsta ættkvísl linkóralla í heiminum.
Kórallarnir þekkjast á því að þeir eru lágvaxnir, flatir og fingraðir, og leggurinn lóðréttur og vel vaxinn ef hann er á annað borð sýnilegur. Holseparnir (polyps) eru alveg inndraganlegir og einbreytnir, og vaxa í knippum. Kórallinn er leðurkenndur viðkomu og yfirleitt sterkur og þolinn.
Þetta eru almennt harðgerðir kórallar sem aðlagast vel flest birtuskilyrði og vatnsstreymi í heimabúri.
|
|