|
Í undirættinni Stenogorgiinae eru um 20 ættkvíslir frá Atlantshafi, Indlands- og Kyrrahafi og Miðjarðarhafi.
Þær eru Acanthacis, Astrogorgia, Bebryce, Calci- gorgia, Dentomuricea, Echinogorgia, Echinomuricea, Heterogorgia, Hypnogorgia, Lepidomuricea, Lytreia, Menella, Muriceides, Nicaule, Paracis, Paramuricea, Placogorgia, Pseudothesea, Scleracis, Swiftia, Thesea, Trachymuricea og Villogorgia.
Af öllum þessum sjást yfirleitt eingöngu Swiftia kórallar í heimabúrum. Þessir fögru kórallar eru viðkvæmir og kröfuharðir og þarf sérfræðinga eða gríðarlega natni til að halda þeim lifandi í búrum.
|
|