|
Cuban Amazon Amazona leucocephala leucocephala
Lýsing: Fuglinn er að mestu grænn og hver fjöður með svartri brún; enni, fremri hluti hvirfils og augnsvæði hvítt; nefsvæði, kinnar, háls og stundum nokkrar fjaðrir á bringu rósrauðar; eyrnafjaðrir daufsvartar; kviður daufrauður; aðalvængþökur, -flugfjaðrir og vængbrún blá; aukaflugfjaðrir dauf- bláar; undirstélblöðkur gulgrænar; stél grænt að ofan með grængulum endum; stélfjaðrir rauðpar frá rót; augnhringur hvítleitur, goggur ljós; augu rauðbrún; fætur brúnir.
Óþroskaðir fuglar eru ekki með dökku fjaðurbrúnina; minna af rósrauðu í sér; kviður nánast ekkert rauður.
Lengd: 32 cm.
Lífslíkur: Geta orðið 50-70 ára.
Um kynin: Enginn sjáanlegur útlitsmunur. Kyngreindir með DNA-aðferð.
Uppruni: Mið- og austurhluti Kúbu.
Um fuglinn: Harðger og hugaður fugl. Nagar mikið og hefur gaman af því að baða sig. Getur aðeins verið innan um aðra amasóna utan fengitíma.
Hávaðasemi: Getur verið hávaðasamur.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.
Staða í dag: CITIES I. Í útrýmingarhættu vegna skógarhöggs.
|
|