Arrowhead Crab

Arrowhead Crab (Yellow Line Arrow Crab)
Stenorhynchus seticornis

Stærð: 7-8 cm

Uppruni:
Karíbahaf.

Um dýrið:
Háfætti örvarhausinn vekur hvarvetna hrifningu, enda höfuðlagið í meira lagi sérkennilegt. Lappirnar eru mjög langar og hann getur auðveldlega komist ferða sinna um allt búr. Griptangirnar eru fjölubláar. Krabbinn lifur þó nokkur ár í heimabúri og er yfirleitt meinlaus og auðveldur. Örvarhausar nærast á kjötmeti og matarleifum og eru því góðir þrifkrabbar. Einstaka fullvaxta dýr getur þó angrað eða drepið smáfiska. Hann étur einnig burstaorma (Bristle Worms) og flatorma sem geta verið til vandræða í búrum. Yfirleitt er aðeins hægt að vera með einn krabba í búri, nema um par sé að ræða. Þetta er harðger krabbi og gaman að fylgjast með honum að störfum. Þarf hreint og gott vatn og eðlilegan straum.

Fóður: Hvers konar kjötmeti, dafnía, artemía.

Sýrustig (pH): 8,1-4

Búrstærð: 120 l

Hitastig: 23-27°C

Verð: 2.890/3.290/3.790 kr.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998