Azolla caroliniana
Uppruni: Norður-Ameríka
Hæð: 1-2 cm
Breidd: 1+ cm
Birtuþörf: meðal-mjög mikil
Hitastig: 5-26°C
Hersla (kH): mjög mjúkt-hart
Sýrustig (pH): 6-8
Vöxtur: meðal
Kröfur: erfið
Um plöntuna: Azolla caroliniana er lítill flotburkni með blágrænum þörungum í laufinu. Þörungarnir geta tekið til sín köfnunarefni úr loftinu sem nýtist síðan plöntunni. Plantan er vatnsheld og finnst alls staðar í hitabeltinu þar sem hún er orðin plága af því að hún þekur stöðuvötn og kemur í veg fyrir að birtan berist vatnagróðri. A. caroliniana er notuð sem köfn- unarefnisáburður á hrísgrjónaökrum, og sum afbrigði sem dýrafóður. Nokkrar skyldar tegundir eru fáanlegar og eru svipaðar útlits. Þetta er skrautplanta í opnu fiskabúri.
|