Barclaya longifolia

Barclaya longifolia

Uppruni: SA-Asía

Hæð: 30-80 cm

Breidd: 20-50 cm

Birtuþörf: meðal-mjög mikil

Hitastig: 23-32°C

Hersla (kH): mjög mjúkt-hart

Sýrustig (pH): 5-8

Vöxtur:
miðlungs

Kröfur:
miðlungs

Um plöntuna:
Barclaya longifolia er falleg og auðþekkjanleg jurt, fáanleg í ýmsum grænum afbrigðum með ljósgrænum blöðum sem eru bleik (eða dökkrauð) undir. Hún blómstrar vel í fiskabúrum - jafnvel undir yfirborðinu ef plantan nær ekki upp úr. Stundum fer jurtin í hvíld og vöxtur liggur niðri. Þá hverfa blöðin en þau vaxa aftur nokkrum mánuðum seinna. Plöntuna er aðeins hægt að vekja af blundi með því að færa hana til.
 

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998