Cardamine lyrata

Cardamine lyrata

Uppruni: Japan, A-Asía

Hæð: 20-50 cm

Breidd: 15-30 cm

Birtuþörf: meðal-mjög mikil

Hitastig: 15-24°C

Hersla (kH): mjúkt-hart

Sýrustig (pH): 6-8

Vöxtur:
hraður

Kröfur:
auðveld

Um plöntuna:
Cardamine lyrata er í reynd mýrarplanta, en einnig kunnugleg búrajurt sem dafnar í kafi. Hún vex eins og lyng og er til mikils prýði. Oft myndast svk. vatnsrætur á plöntunni sjálfri. Gróðursettu hana í þyrpingu og gættu þess að vatnshitinn fari ekki upp fyrir 28°C lengi í einu (blöðin verða miklu minni og jurtin renglulegri). Hentar einnig í garðtjörnum á sumrin.

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998