|
Chapman’s Mealy Amazon Amazona farinosa chapmani
Lýsing: Eins og Mealy amasoninn nema fiðrið gul-grænna; bringu- og kviðfjaðrir sumra fugla eru meira áberandi gulgrænar; vængbeygja flestra er grængul; enni og hvirfill grænn með áberandi fölbláum blæ.
Lengd: 38 cm.
Lífslíkur: Geta orðið 70 ára.
Um kynin: Enginn sjáanlegur útlitsmunur. Kyngreindir með DNA-aðferð.
Uppruni: Vestanvert Chiriquai og Bocas del Toro hérað í V-Panama norður yfir Kosta Ríka til Níkaragúa.
Um fuglinn: Harðger og hugaður fugl. Nagar mikið og hefur gaman af því að baða sig. Getur aðeins verið innan um aðra amasóna utan fengitíma.
Hávaðasemi: Getur verið hávaðasamur.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.
Staða í dag: CITIES II. Nokkuð algengur en víða í útrýmingarhættu.
|
|