|
Mealy Amazon Amazona farinosa farinosa
Lýsing: Aðallitur er grænn með breytilegum gráhvítum blæ; fjaðrir aftan á höfði og hnakka daufgrænar með breiðri gráfjólublárri brún og svartleitum endum; breytilegur gulur blettur á hvirfli, vantar alveg á sumum eða bara nokkrar fjaðrir; vængbeygja rauðgul, stundum með grængulum flekkjum; undirstél gulgrænt; aðal- og aukaflugfjaðrir fjólubláar við endana; rauður ferningur að 4-5 aukaflugfjöður; stél grænt með grængulum endum; ytri stélfjaðrir stundum með rauðum merkingum; augnhringur hvítleitur; goggur dökkgrár en ljós í rótinni; augu rauðbrún; fætur gráir.
Óþroskaðir fuglar eru án gulu hvirfilfjaðranna og með dökkbrún augu.
Lengd: 38 cm.
Lífslíkur: 60-70 ár.
Um kynin: Kynin eru eins útlítandi. DNA-greiningar þörf.
Uppruni: Gvæjana, Súrínam, Franska Gvæjana, S-Venesúela í Bolivar og Amazonas héraði og SA-Kólombíu í Vaupés héraði suður yfir Amason dældina til austanverðs Sao Paulo og N-Bólivíu; skarast við Chapman’s Mealy í N-Bólivíu.
Um fuglinn: Verður fljótlega vanur eiganda sínum, harðger og hugaður þegar hann venst nýju umhverfi. Þykir gaman að naga hluti, hefur gaman að baða sig og láta úða á sig vatni. Ýfir hnakkafjaðrirnar þegar hann er æstur. Hann getur eingöngu verið með öðrum amasónum utan mökunartíma.
Hávaðasemi: Getur verið hávaðasamur.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.
Staða í dag: CITIES II. Nokkuð algengur en víða í útrýmingarhættu.
Verð: Ótaminn 160.000 kr. Handmataður 220.000 kr.
|
|