|
Plain-coloured Mealy Amazon Amazona farinosa inornata
Lýsing: Eins og Mealy amasoninn nema kvið-, bringu- og bakfjaðrir með minni gráhvítum blæ; yfirleitt án gulu höfuðfjaðranna eða með mjög fáar.
Lengd: 38 cm.
Lífslíkur: Geta orðið 70 ára.
Um kynin: Kynin eru eins útlítandi. DNA-greiningar þörf.
Uppruni: Veraguas hérað í Panama austur til NV-Venesúela; vestan Andesfjalla yfir norðvesturhluta Kólombíu til NV-Ekvadors: austan Andesfjalla yfir Meta, austanverð Kólombía til Amazonas héraðs, Venesúla.
Um fuglinn: Harðger og hugaður fugl. Nagar mikið og hefur gaman af því að baða sig. Getur aðeins verið innan um aðra amasóna utan fengitíma.
Hávaðasemi: Getur verið hávaðasamur.
Fóðrun: Fjölbreytt kornfóður, ávextir og grænmeti. Einnig vel soðið alifuglakjöt, fiskur. Fjölvítamín nauð- synlegt.
Staða í dag: CITIES II. Nokkuð algengur en víða í útrýmingarhættu.
|
|