|
Demantasíkliða Jewel Cichlid Hemichromis bimaculatus
Stærð: Geta orðið 15 cm en eru venjulega aðeins minni.
Kynin: Bæði kynin fá skýnandi lit þegar þau eru tilbúin til æxlunnar, engin sjáanlegur munur er á kynjunum.
Um fiskinn: Demantasiklíðan hentar ekki í samfélagsbúr, sem er leitt, því hún fæst í mörgum fallegum litbrigðum. Þessi árásargjarni fiskur á það til að grafa upp plöntur og ætti því aðeins að vera með öðrum sterkum fiskum í plöntulausu búri.
Æxlun: Sjaldan koma upp vandamál milli demantasiklíða þegar þær eru búnar að mynda par. En ef karlfiskurinn er tilbúinn til mökunnar en ekki kerlan endar hún oftast stórslösuð eða dauð. Því ætti að vera nóg af afdrepum fyrir hana til að fela sig.
Búrstærð: 200 l
Hitastig: 26°C
Sýrustig (pH): 7,5
Harka (gH): 12
Fóður: Þurrfóður
|