Lobelia cardinalis

Lobelia cardinalis

Uppruni: Norður- og Mið-Ameríka

Hæð: 20-30+ cm

Breidd: 7-15 cm

Birtuþörf: meðal-mjög mikil

Hitastig: 15-26°C

Hersla (kH): mjúkt-hart

Sýrustig (pH): 6-8

Vöxtur:
hægur

Kröfur:
erfið

Um plöntuna:
Lobelia cardinalis er ræktuð við mýrlendisaðstæður og eryu blöðin dökkgræn og fjólublá undir. Í fiskabúri verða blöðin fallega ljósgræn og þurfa sterkt ljós til að dafna. Jurtin er víða notuð í hollenskum búrum. Í opnum búrum vex hún upp úr vatnsborðinu og myndar sérlega fögur, skarlatsrauð blóm og blöðin endurheimta fyrri lit. Plöntuna má hafa í garðtjörnum.
 

Furðufuglar og fylgifiskar | Bleikargróf 15 | 108 Reykjavík | Sími : 581-1191, 699-3344, 899-5998