Um 45 tegundir tilheyra ættkvíslinni Lobophytum.
Þetta er mjög algeng og oft ríkjandi ættkvísl linkóralla og geta sum sambýli orðið allt að metri í þvermáli. Kórallarnir eru með þykkum blöðkum og fellingum og vaxa oft á grunnsævi. Þeir fella slímhúðina reglulega og þarf að gæta þess að hún komist ekki í snertingu við aðra kóralla.
Þetta eru almennt harðgerðir kórallar sem aðlagast vel flest birtuskilyrði og vatnsstreymi í búri. Holseparnir (polyps) eru alveg inndraganlegir og að mestu einbreytnir (autozooid - monomorphic).
|