|
Crassus Neolamprologus crassus
Stærð: 7 cm.
Kynin: Kyngreining er erfið. Uggarnir oddmjórri á hængnum. Hrygnan jafnan minni. Gamlir hængar fá smá hnúð á enni.
Um fiskinn: Þessi siklíða er árásargjörn á sína eigin tegund, en þó ekki eins og brichardi. Hún vill hafa nóg af steinum og grjóti kringum sig. Fallegur, ljósleitur fiskur án svarta blettsins aftan við auga og yfir táknin. Hefur lýrulaga sporð og bláleit augu. Hún ber sig mjög vel og er sérlega tíguleg en lætur ekki vaða yfir sig. Harðgerður byrjendafiskur. Óráðlegt að blanda saman við aðrar brichardi tegundir vegna hættu á kynblöndun. Hentar samt best einir í búri því þeir geta verið grimmir á hrygningartímanum. Geta þó gengið með leleupi, julidochromis og calvus en ekki malaví- eða viktoríuvatnssiklíðum. Nokkur litar- afbrigði til.
Æxlun: Það er ekki erfitt að fá þessa siklíðu til að æxlast en hún hrygnir oftast í mjóum hellum eða sprungum. Mynda föst pör sem verja hrygningar- svæðið, hrognin og afkvæmin. Systkini úr eldra goti hugsa um yngri systkini (mið mynd). Hrognafjöldi 30- 50.
Búrstærð: 100 l
Hitastig: 22-27°C
Sýrustig (pH): 7,8-9
Harka (gH): 10-18
Fóður: Dafnía, fullvaxinn artemía, kjötmeti.
Verð: 2.190 kr
|
|