|
Í ættinni Palythoa eru meira en 6 tegundir hnappsepa. Þetta er mjög algeng ætt sem spannar stór svæði á kóralrifum.
Separnir mynda sameiginlega haldfestu (coenenchyme) úr botnleifum og kóralmulningi sem þeir vaxa upp úr. Stöðugur flutningur er á efnum úr umhverfinu í haldfestuna og síðan út úr henni. Ferlið getur tekið nokkur ár.
Separnir eru breiðir, flatir og disklaga með mislöngum öngum allt eftir tegund. Deilt er um það hvort Protopalythoa sé sérætt eða hluti af Palythoa ættinni.
|
|
|
|