Plexauridae er langstærsta hlýsjávar gorgóníaættin og skiptist í tvær undirættir - Plexaurinae og Stenogorgiinae sem hvor um sig skiptist í fjölda ættkvísla.
Oft er mjög erfitt að greina milli tegunda og hver tegund um sig finnst í stóru svæði. Yfirleitt eru greinarnar þykkar og holseparnir inndraganlegir. Meginstilkurinn er hólfóttur.
Allar gorgóníur af þessari ætt innihalda mikið magn magnesíum karbónats í stoðgrindinni.
|